Smásögur / Ljóð

sunnudagur, 4. október 2009

Vetur konungur

Síðustu árin hef ég alltaf tekið mynd af fyrsta snjónum - og alltaf frá þessu sama sjónarhorni. Í þetta skiptið var ég reyndar stödd í Noregi þegar fyrsti snjórinn féll, svo að ég smellti bara af mynd í morgun í staðinn. Myndefnið er raunar aðeins breytt þetta árið því þessi kofi var reistur á lóð nágrannans í sumar. Það sést ekki á myndinni en veggirnir eru skreyttir með hlöðnu torfi og einnig er torf á þakinu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný