en á reyndar eftir að gróðursetja þau. Hin einmuna veðurblíða heldur áfram og með henni kemur löngunin til að gera sumarlegt í kringum sig. Valur er búinn að vera í garðinum í allan morgun og er núna að slá grasið. Ekki veitir af, það er bara allt í einu orðið grænt og hávaxið. Ég fór sem sagt í Blómaval og keypti blóm en svona eftir á að hyggja hefði ég frekar átt að kaupa þau í Kjarna eða á Grísará. Það veitir ekki af að styrkja fyrirtæki í heimabyggð á þessum síðustu og verstu tímum. En ég var eiginlega að fara í Húsasmiðjuna til að fá málningarprufu og endaði einhvern veginn í Blómavali í leiðinni því það er jú í sama húsi.
Kettirnir bókstaflega elska veðrið úti og Birta liggur/situm langtímum saman í sólinni. Máni er meira á flakki um nágrennið og sér samviskusamlega um að merkja landareignina svo það fari nú ekkert á milli mála hver á heima hér. Hann er reyndar líka byrjaður að merkja húseignina að innan, húsmóðurinni til mikillar gleði og ánægju (eða þannig!).
Í gærkvöldi var haldinn síðasti kvennaklúbbur vetrarins og bauð ein í súpu, brauð og salat heim til sín. Það endaði með því að við sátum og spjölluðum langt fram á kvöld og þetta var virkilega notaleg samvera. Síðan hjólaði ég heim á nýja hjólinu - en hjólaformið er eins og áður hefur komið fram alveg hræðilegt - og fékk ég þvílíka verki í hnén. Ég hjólaði reyndar líka í klúbbinn, eins og ljóst má vera, en sé að ég þarf víst að fara mér aðeins rólegar í hjólreiðunum ef ég ætla ekki alveg að fara með minn gigtveika skrokk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný