Smásögur / Ljóð

fimmtudagur, 23. apríl 2009

Misheppnuð ljósmyndaferð

Já maður skyldi alltaf athuga hvort það er ekki örugglega rafhlaða í myndavélinni áður en maður fer út í þeim tilgangi að taka myndir...

Ég fór sem sagt út í Kjarnaskóg með myndavél og ætlaði að smella af nokkrum macro-myndum. En þegar ég áttaði mig á því að miðað við kringumstæður var það óframkvæmanlegt skilaði ég myndavélinni í bílinn og labbaði bara smá hring í staðinn. Það er nú ennþá klaki sums staðar á göngustígnum og vissara að passa sig. En vor í lofti og fuglasöngur stendur alltaf fyrir sínu :-)

Annars hef ég sennilega sofið alltof lengi því ég er eins og drusla í dag. Það er eins og skrokkurinn á mér sé gerður úr deigi og ég nenni eiginlega engu. Er samt að hugsa um að baka brauð núna á eftir - og klukkan þrjú fer ég í vinnuna. Við Sunna skiptum deginum með okkur þannig að þetta verður bara lauflétt.

P.S. GLEÐILEGT SUMAR!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný