Smásögur / Ljóð

fimmtudagur, 16. apríl 2009

Maður finnur sér ýmislegt til dundurs


Fading away, originally uploaded by Guðný Pálína.

Já ég gat ekki sofnað í gærkvöldi og endaði á því að fara að leika mér að gera svona ramma á Flick'r myndir. Þessi var nú sú eina sem fékk að birtast en svona eftir á að hyggja hefði ramminn kannski mátt vera aðeins minni. En það er alveg ferlegt þegar maður getur ekki sofnað á kvöldin. Ég fór í háttinn um 11 leytið en var bara alls ekkert syfjuð. Kannski af því ég hafði verið að þrífa eldhúsinnréttinguna og komið blóðinu á hreyfingu, hvað veit ég. Svo lá ég og bylti mér til hálf eitt en fór þá fram og var þar til klukkan tvö. Þá lá leiðin aftur inn í rúm þar sem ég hélt áfram að bylta mér, örugglegar í einn og hálfan tíma í viðbót. Enda var ég rotuð í morgun! Það var hins vegar ekkert sérstakt sem hélt fyrir mér vöku, engar áhyggjur, ég var bara alveg glaðvakandi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný