Ekki er nú samt hægt að segja að ég hafi afrekað margt eða mikið það sem af er degi. Vann í pappírum í morgun, fór út í gönguferð og svo í sturtu. Þá er það upptalið. Ætli sé ekki best að reyna að halda áfram að kroppa aðeins í eldhúsinnréttinguna á eftir. Svo er auðvitað margt fleira sem þarf að gera hreint en ég ætla bara að gera þetta í rólegheitum allt saman.
Ég er aðeins byrjuð að skoða liti fyrir húsið og hjónaherbergið en það gengur frekar hægt. Helst langar mig að finna einhvern hlýlegan lit því eftir að hafa málað forstofuna, ganginn og stofuna hvíta þá er ég eiginlega búin að fá nóg af hvítu í bili.

Ég er aðeins byrjuð að skoða liti fyrir húsið og hjónaherbergið en það gengur frekar hægt. Helst langar mig að finna einhvern hlýlegan lit því eftir að hafa málað forstofuna, ganginn og stofuna hvíta þá er ég eiginlega búin að fá nóg af hvítu í bili.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný