Og þarf ekki að hugsa meira um hana að sinni. Eins þægilegt og þetta nú er þegar allt er meira og minna komið á netið þá þurfti ég að garfa í hlutum til að geta klárað skýrsluna því það vantaði upplýsingar. Hluti af því var nú eigin tossaskapur, eitthvað sem ég hafði ýtt á undan mér af því ég vissi að það tæki mig smá tíma að komast til botns í því. En sem sagt, nú er þetta farið og einu verkinu minna sem þarf að sinna (hehe, þetta rímaði). Þá er það bara framhald fataviðgerða sem er næst á dagskrá. Svo langaði mig svolítið út að ganga en er alveg að ná því stigi að nenna ekki meira út úr húsi í kvöld þannig að það er óvíst hvort af gönguferð verður. Við Valur fórum út að ganga í gærkvöldi og það var voða hressandi í bítandi vindkælingu. Húðin á mér er hins vegar ekki eins ánægð með að vera úti í frostinu, sama þó ég smyrji mig í framan með Locobase repair. Sem minnir mig á það þegar ég var krakki og mamma var að smyrja Nivea kremi framan í mig þegar það var frost úti. Ég hef ekki átt svoleiðis krem í mörg ár, kannski það virki betur á frostbitnar kinnar?


Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný