Eftir að hafa verið gjörsamlega úrvinda af þreytu undanfarið er ég loks farin að sjá til sólar á ný. Ég sat og var að borða kvöldmatinn þegar ég áttaði mig á því að eitthvað var öðruvísi en venjulega - og fann að ég var bara ekkert þreytt! Æðisleg tilfinning. Að vísu lagði ég mig aðeins í morgun áður en ég fór í vinnuna... en engu að síður þá er góð tilbreyting að líða einu sinni eins og ég sé venjuleg en ekki síþreytusjúklingur :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný