Smásögur / Ljóð
▼
sunnudagur, 15. febrúar 2009
Eldaði þessa fínu grænmetissúpu í kvöldmatinn
Já, þetta get ég :) Valur var eitthvað ólíkur sjálfum sér í dag (hálf slappur, spurning hvort hann er með sömu pesti og hefur verið að hrjá mig) og var ekki í stuði til að elda í kvöld. Þar sem ég er hins vegar öll að hressast (a.m.k. svona inn á milli) ákvað ég að gera súpu. Saxaði lauk, hvítlauk, sætar kartöflur, gulrætur og spergilkál og svissaði í ólífuolíu í smá stund. Bætti út í slatta af vatni + grænmetistengingum + tómatpuré + tómötum í dós og lét sjóða í 10 mín. Þá bætti Valur (þegar hér var komið sögu var ég orðin svo lúin að ég þurfti að hvíla mig í smá stund...) í 2 dl. af pastaslaufum handa Ísak því honum finnst það svo gott og síðan fékk súpan að malla í 10 mín. í viðbót. Grænmetissúpunni var svo ausið á diska og rifnum parmesanosti dreift yfir. Nammi namm. Þessi uppskrift kemur víst úr "Af bestu lyst" nr. 1 svo ekki get ég nú eignað mér heiðurinn af henni en eins og allir "alvöru" kokkar þá breytti ég uppskriftinni auðvitað aðeins... Þetta síðasta var nú djók, lít ekki á mig sem neinn kokk, en svei mér þá, mér finnst nú stundum bara gaman að elda. Súpuna borðuðum við af nýju súpudiskunum sem keyptir voru í Pottum og prikum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný