Smásögur / Ljóð

fimmtudagur, 4. desember 2008

Allt sem ég gerði ekki í dag...

Æ já, ég ætlaði að vera svo dugleg í dag en varð ósköp lítið úr verki. Til dæmis ætlaði ég að setja upp jólagardínurnar í eldhúsið og aðventuljósið en hvort tveggja er ennþá niðri í geymslu. Svo hafði ég bak við eyrað að kanna með jólaseríur til að hafa úti - og eins ætlaði ég að reyna að finna uppskriftir að hollum, glútenlausum jólasmákökum... en ekkert varð úr því heldur. En ég kláraði að færa bókhaldið, fór í nudd, heimsótti vinkonu mína og fór með bóndanum að sjá Bond í bíó. Þetta var dagurinn hjá mér í grófum dráttum. Vonandi verður frúin sprækari á morgun og nær að klára meira af "þarf að gera" listanum ;-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný