Smásögur / Ljóð
▼
sunnudagur, 23. nóvember 2008
Sunnudagssyndrómið lætur á sér kræla
Ég kalla það þessu nafni, ástandið sem kemur yfir mig á sunnudögum þegar ég sef of lengi og verð í kjölfarið undirlögð í skrokknum, löt og illa fyrirkölluð. Valur "sendi mig" í sund í morgun en aldrei þessu vant þá dugði sundferð ekki til að hressa mig. Ekki bætti klukkutíma blaðalestur úr skák... en nú ætla ég að taka mig saman í andlitinu og detta í húsmóðurgírinn. Þarf að hengja uppúr þvottavélinni og svo var nú meiningin að hengja upp jólaljós í stofuna í dag. Ætli sé þá ekki skemmtilegra að þvo gluggana fyrst. Svo ætla ég líka að kíkja í Potta og prik og athuga hvort hann Sveinn sem er að vinna þarf á aðstoð að halda. Sunnudagarnir hafa nefnilega verið rólegir hingað til en nú er fólk í auknum mæli farið að kaupa jólagjafir og nýtir þá sunnudagana líka í innkaupin. Aðrir fjölskyldumeðlimir eru líka í fremur rólegum gír í dag, svo þetta er bara allt eins og vera ber. Og nú er ég farin að gera eitthvað af viti ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný