Einn vinur okkar hefur þann sið að tala alltaf um gír þegar hann er að tala um útbúnað. Einhverra hluta vegna festist þessi enskusletta í höfðinu á mér og birtist nú hér. En sem sagt, með vetrarútbúnaði á ég ekki við vetrardekk á bílinn, heldur vetrarútbúnaðinn í svefnherberginu. Það er farið að vera svo kalt í svefnherberginu á kvöldin að ég er einn frostklumpur þegar ég er lögst upp í rúm. Þannig að nú er kominn tími til að taka fram vetrarsængina (sem er 2.20 á lengd), náttbuxurnar, ullarsokkana og hitapokann. Svo styttist í að nauðsynlegt verði að sækja dagsbirtulampann út í geymslu þannig að skammdegismyrkrið fari ekki eins illa í mig. Þetta er sem sagt vetrargírinn minn. Í framhjáhlaupi má þess geta að bíllinn er reyndar komin á vetrardekkin, ekki veitir af miðað við tíðafarið núna. Verst að vetrardekk hjálpa ekkert uppá tíðafarið í fjármálaheiminum...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný