Smásögur / Ljóð

föstudagur, 20. júní 2008

Í sveitinni


Í sveitinni, originally uploaded by Guðný Pálína.

Við Valur skruppum í bíltúr fram í fjörð í kvöld og rákum þar augun í hin ýmsu útilistaverk. Þessir spóar eru eftir Helga Þórsson í Kristnesi (listamannsnafn hans er Gamli elgur) og virðast þeir einna helst ætla að gogga í Val. Það sem sést ekki á myndinni er litli spóaunginn sem athygli þeirra beinist að en hann er niðri á jörðinni. En alla vega, ef þið eigið leið Eyjafjarðarhringinn þá skuluð þið endilega hafa augun opin, það er gaman að þessum listaverkum úti í náttúrunni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný