Ég man ekki hvort ég var búin að blogga um það, en við Valur fórum út á Gáseyri á þriðjudagskvöldið í síðustu viku og tókum nokkrar myndir. Þar var mikið fuglalíf og bæði spóar og kríur á sveimi að reyna að afvegaleiða okkur frá hreiðrum sínum. Þar var líka fullt af ferðafólki í húsbílum sem voru að borða og gera sig klár fyrir nóttina. Þessi mynd sýnir þó hvorki fugla né ferðafólk - heldur bara íslenska náttúru ;-)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný