Smásögur / Ljóð

sunnudagur, 22. júní 2008

Eitt er svolítið sérstakt við að vinna í verslun

Og það er sú staðreynd að maður hittir svo margt fólk í vinnunni að það stórdregur úr þörfinni fyrir félagslegt samneyti eftir vinnu. Og einhvern veginn verður það til þess að ég hitti vinkonur mínar enn sjaldnar en áður - sem er ekki gott. Hm, það er að segja þær vinkonur sem ennþá búa á Akureyri, þeim fjölgar í sífellu sem flytja suður og ekki er ég nógu dugleg að kynnast nýjum konum í staðinn. Verð að gera eitthvað róttækt í þessu máli.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný