Þessi orð fékk ég að heyra eftir að hafa keyrt Ísak og einn skólafélaga hans + tvo sænska kennara upp í Hlíðarfjall í morgun. Það er í gangi samstarf milli bekksins hans Ísaks og bekkjar í Suður-Svíþjóð (nafnið á bænum er alveg dottið úr mér) og eru Svíarnir núna í heimsókn í Lundarskóla en á sunnudaginn flýgur svo bekkurinn hans Ísaks út. Þetta er ekkert smá gaman fyrir krakkana og eru þau víst strax farin að kvíða því að þurfa að kveðjast úti í Svíþjóð og sjást kannski aldrei aftur. Þau sænsku fóru í hvalaskoðun í gær og að Mývatni og voru alveg rosalega ánægð með daginn. Í dag átti að ganga á Súlur en það er of blautt og því var farið í Hlíðarfjall í staðinn. Í kvöld er svo grill með foreldrum, þannig að það er bara stuð!
Er enn að leita að húsi einhvers staðar í Evrópu, er komin með tvo í sigtið, annað í Frakklandi en hitt á Ítalíu. Held reyndar að það sé loftkæling í hvorugu... og við verðum þarna á heitasta tíma. En það er sundlaug :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný