Smásögur / Ljóð

þriðjudagur, 13. maí 2008

Sá á kvölina sem á völina

Er þetta ekki örugglega rétt orðað hjá mér? Fannst þetta allt í einu hljóma svo undarlega. En sem sagt, ég er að leita að húsi með sundlaug annaðhvort á Ítalíu eða í Frakklandi og það er þvílíkt ógrynni af vefsíðum sem hægt er að finna og skoða að maður verður bara alveg ringlaður. Planið er sem sagt að fjölskyldan flýgur í beinu flugi frá Akureyri til Köben 27. júlí og heilsar uppá Hrefnu Sæunni. Svo er meiningin að fara ásamt henni í vikuferð á góðan stað... Það skiptir ekki öllu nákvæmlega hvert er farið, bara að húsið sé huggulegt, gjarnan úti í sveit en þó miðsvæðis þannig að hægt sé að túristast eitthvað. Ég sendi reyndar fyrirspurn á einn stað í kvöld og nú er bara að sjá hvort eitthvað kemur út úr því.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný