Smásögur / Ljóð

mánudagur, 26. maí 2008

Nokkrir punktar...

* Ég er þreytt.
* Það er þvottur í þvottavélinni og ég nenni ekki að hengja hann út á snúru.
* Það á ennþá eftir að þvo leirtauið eftir kvöldmatinn í gær.
* Hingað kom vaskur karlmaður í dag og losaði stífluna í eldhúsvaskinum
* Valur er fyrir sunnan á tónleikum með Bob Dylan. Vonandi skemmtir hann sér vel.
* Ég heyrði aðeins í Ísaki í dag og honum líst vel á sig í Svíþjóð.
* Andri fékk að ráða hvað var í kvöldmatinn hjá okkur tveimur = Pítsa.
* Við Sunna vorum á fullu í allan dag í alls kyns útréttingum og stússi.
* Morgundagurinn fer líka í stúss.
* Búðin er að taka á sig mynd og verður rosalega flott!
* Mig langar að horfa á gamanmynd en nenni ekki út á vídeoleigu.
* Ég prófaði að synda í bikini-inu á sunnudaginn en var ekki alveg að gera sig.
* Andri er í prófum og það sem meira er - hann les fyrir prófin :-)
* Mig langar út að ganga en nenni því ekki.
* Mig langar líka í ný sumarföt en nenni ekki að fara í fataleiðangur.
* Vildi að ég lægi á grasbala niðri í fjöru og hlustaði á aðfallið.
* Legg ekki meira á ykkur að sinni.
* Er farin að glápa á imbann í smá stund áður en ég fer í húsverkin.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný