Smásögur / Ljóð
▼
laugardagur, 31. maí 2008
Frábærar móttökur
Já það er ekki annað hægt að segja en hinni nýju verslun Potta og prika á Glerártorgi hafi verið vel tekið. Okkur bárust margir blómvendir og aðrar gjafir í tilefni opnunarinnar í gær og viðskiptavinir hrósuðu búðinni í hástert og óskuðu okkur til hamingju með hana. Ekki spillti fyrir að stöðugur straumur fólks inn í búðina minnti helst á góðan dag í jólavertíðinni. Margir lýstu yfir ánægju með að nú væri komin vönduð búsáhalda- og gjafaverslun á Glerártorg og sögðu að svona hefði einmitt vantað í verslunarmiðstöðina. Útlit búðarinnar fellur líka í kramið og vörurnar sem áður voru ansi aðþrengdar í litlu rými fá nú að njóta sín. Hér koma svo tvær myndir sem Sunna tók í dag með myndavélinni minni, svona rétt til að gefa ykkur nasasjón af því hvernig verslunin lítur út.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný