Ég var úti að ganga með myndavélina áðan þegar það kallaði í mig kona sem býr í næstu götu fyrir neðan mig og spurði hvort ég vildi ekki taka myndir af eplatrénu hennar því það væri í fullum blóma. Ég sagði að ég væri eiginlega ekki með réttu linsuna en vildi samt endilega sjá tréð. Þegar til kom þá sá ég að ég næði alveg að mynda tréð. Stóðst ekki að birta myndina því það var svo gaman að sjá þessa grósku núna þegar flestallur gróður er enn undir snjó.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný