Smásögur / Ljóð
▼
miðvikudagur, 16. apríl 2008
Endalaus blogg...
Jæja, tölvumaðurinn hringdi tilbaka og ég er búin að endurstilla "trackpad" skipanirnar, þannig að nú virðist vera í lagi með þetta. Það tók sem sagt 3ja mínútna símtal að laga vandamál sem var búið að ergja mig í nokkrar vikur! Já svona getur skort á framtakssemina hjá mér stundum. Annars er ég ógurlega þreytt eitthvað í dag og lagði mig og svaf í tæpa tvo tíma í kringum hádegið. Svo kom Valur heim í kaffi og reimdi á mig skóna svo ég komst út að "ganga" (öllu má nú nafn gefa) í smá stund og gat fengið mér smá súrefni. Það er alveg dásamlegt veður úti og kettirnir njóta þess að sitja úti í sólinni. Held svo bara að ég segi þetta gott í bili, ætli ég eigi ekki eftir að vera að blogga endalaust næstu dagana...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný