Smásögur / Ljóð

þriðjudagur, 15. apríl 2008

Alveg á útopnu - eða næstum því

Mér skilst á eiginmanninum að ég þurfi að taka lífinu aðeins meira með ró. Finnst svo leiðinlegt að liggja fyrir að ég stend og geng um húsið megnið af deginum, bæði í gær og í dag, og fór meira að segja út að ganga báða dagana. Gekk alveg 200 metra eða eitthvað svoleiðis... ;-) En nú eru fæturnir farnir að kvarta, þeir eru ekki vanir svona miklum stöðum (ja nema í vinnunni í nóvember og desember) og mig verkjar líka í ökklann vinstra megin þar sem mig vantar ennþá mátt í þann fót.

Þetta var stöðuskýrsla úr Stekkjargerði 7, þriðjudaginn 15. apríl 2008, kl. 19.42

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný