er afrakstur dagsins fram að þessu. Ég hafði ekki farið í sund í tæpar þrjár vikur og var eiginlega komin með fráhvarfseinkenni þannig að ég ákvað að drífa mig í sund í dag. Það er reyndar ekki alveg réttnefni að segja að ég hafi drifið mig því ég fer svo hægt yfir... En Valur skutlaði mér niður eftir og ofan í laugina fór ég. Það var stórskrítin upplifun því ég fann svo mikið fyrir því ofan í vatninu hvað skynjunin í vinstri fætinum er undarleg. Eins kom svona hálfgert "tog" á bakið en ég fór bara alveg rosalega rólega og allt gekk þetta vel. Treysti mér reyndar hvorki í heita pottinn né gufuna og ekki náði ég að synda mér til hita svo ég var fjólublá af kulda þegar ég kom uppúr. En gott var þetta samt!
Annað í fréttum er það helst að sólin hefur yfirgefið okkur í bili. Það þarf ekki að segja neinum hvað sólin hefur góð áhrif á okkur mannfólkið og hið sama má segja um kettina. Þau elska að sitja eða liggja úti á palli með lokuð augun og láta sólina ylja sér. Síðustu vikur hafa þar af leiðandi verið þeim jafn mikil sálubót og okkur - en núna sofa þau mest allan daginn og sýna enga tilburði til að vilja fara út. En vonandi er sólin þá bara að ylja fólki og fjórfætlingum annars staðar á landinu, það er ekki nema sanngjarnt að hún skipti sér jafnt á milli landshluta :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný