Smásögur / Ljóð

miðvikudagur, 13. febrúar 2008

Að þreyja þorrann

Ég er orðin eitthvað svo agalega þreytt á því að vakna alltaf í myrkri á morgnana og get ekki beðið eftir því að vakna í björtu. Það er nú greinilega samt farið að styttast í það, a.m.k. er nánast orðið bjart um níuleytið þessa dagana. Mig langaði alveg hræðilega mikið að leggja mig eftir að Ísak var farinn í skólann í morgun og hefði í raun getað það því ég byrjaði ekki að vinna fyrr en klukkan tvö. En ég harkaði af mér, fór í sundið og eyddi svo morgninum í að ryksuga, þvo þvott, laga til og vinna í reikningum. Var svo alveg sprungin um eittleytið og henti mér inn í sófa í smá stund áður en ég fór í vinnuna. Kettirnir voru rosa glaðir að finna mig í sófanum og létu ekki segja sér það tvisvar að leggjast hjá mér. Hins vegar hafði þessi blundur minn þau áhrif að ég varð hálf svefndrukkin þegar ég ók í vinnuna og mátti ég hafa mig alla við að gera ekki einhver axarsköft undir stýri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný