Smásögur / Ljóð

sunnudagur, 16. september 2007

Haust-tiltekt

Ég fæ alltaf þörf fyrir að laga til í skápum og skúffum á vorin og haustin. Það er reyndar misjafnt hversu aðkallandi þessi þörf er og hvað ég tek mikið í gegn en ég safna allavega ekki jafn miklu drasli á meðan. Í morgun fór ég í gegnum innihaldið í forstofuskápnum og ýmislegt fékk að fjúka. Vetrarskór og skíðabuxur af Ísak síðan í fyrra og hittifyrra, hvort tveggja orðið of lítið á hann, stakir vettlingar, derhúfur sem enginn notar o.s.frv. Svo var það nú ætlunin að mála forstofuna við tækifæri en það er nú spurning hvenær maður er í stuði... Heyrði í Önnu systur í vikunni og þau eru í dugnaðarkasti að taka í gegn þvottahúsið, verst að ég get ekki skroppið til hennar í kaffi og fylgst með breytingunum en það er víst heldur langt á milli okkar til að það sé mögulegt. Jamm og jæja, best að hætta þessu rausi og halda áfram að vera dugleg :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný