og finn hvað það gerir mér gott. Samt svolítið skrýtið eiginlega, að það hefur mun meiri/betri áhrif á mig að ganga úti á víðavangi heldur en t.d. á göngustígunum í Kjarnaskógi. Skil það ekki alveg því maður er jú úti í náttúrunni í báðum tilvikum. Ég fór reyndar í Kjarnaskóg í gær en gekk uppá klettana fyrir ofan skóginn og vappaði þar um í góða stund. Um daginn fór ég upp í Fálkafell og í morgun fór ég í Krossanesborgir. Nú vantar mig bara uppástungur að fleiri gönguleiðum hér í nágrenni bæjarins :-) Þetta væri þó ennþá betra ef skrokkurinn á mér væri ekki alveg svona mikill gallagripur. Hægra hnéð hefur verið að hrella mig í sumar (alveg frá því ég gerði tilraunir með að fara út a skokka) og er núna bólgið (að aftan, takið eftir því, finnst það hálf undarlegur staður).
Annars er ég í vinnunni, rólegt akkúrat í augnablikinu, en búin að hafa nóg að gera í dag og í gær við að selja Magnaða moppuskaftið. Við auglýstum það í síðustu Extra sjónvarpsdagskrá og fengum þvílíku viðbrögðin. Aldeilis ánægjulegt. En nú er best að hætta þessu rausi og fara að vinna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný