Ég fór út í gærkvöldi í þeim tilgangi að taka myndir. Ók um bæinn en gekk samt hálf illa að finna myndefni. Vildi nefnilega reyna að hafa kvöldsólina sem lýsingu og hana var bara ekki alls staðar að finna. En hér varpar hún ljóma á þá gróðurtegund sem njóli nefnist, enda skín sólin jafnt á háa sem lága ;-)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný