Smásögur / Ljóð

fimmtudagur, 3. maí 2007

Vaknaði í morgun

með inngróið koddafar á hægri vanga og stóra bólu á vinstri vanga. Klukkutíma síðar er bæði koddafarið og bólan enn á sama stað. Var löt og sleppti því að fara í sund, nokkuð sem gerist ekki oft. Er að fara að vinna klukkan tíu og sit hér og velti fyrir mér hvort ég á að fara í sund núna (þó seint sé, þarf hvort eð er að baða mig), eða fara og ganga einn hring í Kjarnaskógi. Æ, ég veit það ekki, nenni eiginlega engu akkúrat í augnablikinu. Eyddi síðasta hálftímanum í að skoða myndir inni á flickr.com þannig að letin er greinilega alls ráðandi í dag. En nú er kominn tími til að hætta þessu og hrista af sér slenið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný