Smásögur / Ljóð
▼
sunnudagur, 6. maí 2007
Áframhaldandi leti
Veit ekki hvað kom eiginlega yfir mig. Fór ekki í sund í þrjá daga og stóð varla í lappirnar í gær fyrir leti og þreytu. Spurning hvort það er lækkandi loftþrýstingur sem hefur þessi áhrif? Má allavega vona að þetta sé ekki bara minn eðlislægi persónuleiki að skína í gegn... Valur lét hins vegar engan bilbug á sér finna, fór í ræktina og eldaði þar að auki frábæran indverskan mat í gær sem Sunna og Kiddi borðuðu með okkur. Dagurinn í dag var aðeins skárri, ég fór í sund í morgun ásamt eiginmanninum, þvoði þvott, ryksugaði og skúraði eldhúsgólfið. Er búin að mæla mér mót við vinkonu mína á morgun og við ætlum að fara út að ganga saman, svo það er gulltryggt að ég leggst ekki bara í leti þegar ég er búin að vinna. Það er nú ágætt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný