Ég læt þessa mynd fljóta með líka. Eflaust væri hægt að leika sér með liti og lýsingu og fá þannig meiri dýpt í hana en í fyrsta lagi á ég ekkert almennilegt myndvinnsluforrit og í öðru lagi þá er ég svolítið veik fyrir að hafa myndirnar eins og þær koma af skepnunni (ef svo má að orði komast). En alla vega, þessi mynd er tekin niðri á Óseyri og eflaust gætu þessir stólar sagt okkur margar skemmtilegar sögur ef þeir gætu talað ;-)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný