Smásögur / Ljóð

fimmtudagur, 28. desember 2006

Eins og farlama gamalmenni

Eitt tekur við af öðru, ég var loks að skána í hnénu (hætt að vera bólgin, bara með verki þegar ég fer út að ganga) þegar ég fékk hnykk á mjöðmina/mjóbakið þegar ég var að stíga út úr bíl í gær og hökti um í dag eins og... ja mig skortir eiginlega orð til að lýsa því. Það sem ég skil ekki alveg er hvernig kona á besta aldri sem syndir daglega getur verið svona mikill aumingi. En það þýðir víst ekki að velta sér upp úr því, ég hef fengið í bakið áður og það lagast, þarf bara að vera þolinmóð enn og aftur... var ég nokkuð búin að segja áður að þolinmæði er ekki mín sterkasta hlið?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný