Smásögur / Ljóð

laugardagur, 16. desember 2006

Einmitt þegar

ég hugsaði með hryllingi til þess að fá ekki einn einasta frídag fram að jólum datt Sunnu það snjallræði í hug að við skiptum með okkur helginni. Hún tók þess vegna daginn í dag og ég verð að vinna á morgun. Þetta voru reyndar ójöfn skipti því opnunartíminn á morgun er tveimur tímum styttri en í dag - en ég verð bara að bæta henni það upp síðar. Það er búið að vera alveg hellingur að gera og um daginn kom kona í búðina sem sagðist hafa heyrt að þetta væri best geymda leyndarmálið á Akureyri - ekki slæmt það!

Annars hefur bloggið enn einu sinni sannað mátt sinn því eftir að hafa minnst á það á blogginu um daginn að okkur vantaði aðstoð í Pottum og prikum fyrir jólin þá birtist Nanna, elsta dóttir Fríðu, og sótti um vinnu. Nú er hún byrjuð hjá okkur og stendur sig með miklum sóma. Gaman að þessu :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný