er sem sagt búin að fara og synda í morgun - í þetta sinn með eiginmanninum. Við vorum búin að ákveða í gær að vakna snemma og drífa okkur í sund (ég fór nefnilega ekki á föstudaginn af því þá var fundur í Lundarskóla, ekki í gær af því þá var ég löt og kemst ekki á morgun af því ég fer á fund kl. 8).
Í gærkvöldi fórum við hins vegar út að borða á Karólínu Restaurant og fengum þar ágætis mat. Langvíu í forrétt, hreindýr í aðalrétt og súkkulaðisufflé í eftirrétt. Nema hvað, ég er orðin svo óvön að borða mat sem er þungur í maga (og þoli reyndar ekki sveppi og það var hellingur af þeim með hreindýrinu - en mér finnst þeir góðir og borðaði þá gegn betri vitund), svo ég gat ekki sofnað fyrr en seint og um síðir í gær af því mér var svo illt í maganum.
Vaknaði samt uppúr átta og við fórum í sundið eins og áætlað hafði verið. Valur og Ísak drifu sig svo í Fjallið en ég er með bólgið hné og kemst ekki með. Ætlaði þá að vera rosa dugleg og vinna í tölvunni - en er svo syfjuð núna að ég er alveg að drepast. Sótti dagsbirtulampann minn fram í eldhús ef ske kynni að hann hjálpaði mér að vakna en enn sem komið er hefur hann lítil áhrif. Hm, hvað gera bændur þá?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný