Smásögur / Ljóð

miðvikudagur, 15. nóvember 2006

Það er merkilegilegt hvernig hitastigið

úti segir lítið til um það hvernig maður upplifir hita/kulda. Um daginn var t.d. ekki nema -1 á mælinum (en reyndar vindur) og mér var svo skítkalt þegar ég var að fara ofan í laugina en í dag var -8 og mér var ekkert kalt. Fór meira að segja í kalda sturtu á eftir heita pottinum og fannst ég vera alveg hrikalega hraust!

Annars fólst mesti spenningur morgunsins í því hvort ég kæmist klakklaust á bensínstöð því bíllinn var "allt í einu" orðinn bensínlaus. Þessi blessaður bíll sýnir reyndar í kílómetrum hvað er mikið eftir á tankinum og í allan gærdag sýndi hann 50 km. Hefur greinilega staðið eitthvað á sér því þegar ég startaði honum í morgun var hann kominn niður á núllið. Það hvarflaði að mér í smá stund að fresta sundinu og fara fyrst að taka bensín en það var nú ekki lengi. Ég er greinilega orðin svo bundin á klafa vanans að ég verð að gera allt í sömu röð á hverjum degi... Hin skýringin (og sú líklegri) er að ég hafi ekki talið hættandi á að sýna mig á bensínstöðinni, nývöknuð, hæfilega mygluð, með hárið allt út í loftið (nenni ekki að greiða mér áður en ég fer í sundið) og ekki búin að sparsla í hrukkurnar né setja lit á varirnar. En - ég komst alla leið og fyllti á tankinn án nokkurra vandkvæða - og slapp með skrekkinn :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný