Smásögur / Ljóð

mánudagur, 13. nóvember 2006

Dóttirin í Danmörku á afmæli í dag

Innilega til hamingju með daginn elsku Hrefna mín, bestu kveðjur frá okkur öllum hér heima, bara verst að geta ekki komið í afmæliskaffi til þín!

Annars borðaði ég greinilega of mikið af kökum í mínu eigin afmæli í gær (átti afganga í frystikistunni frá kvennaklúbbs-bakstri)þannig að ég hefði sennilega ekki haft gott af því að borða kökur í dag líka.

Í gærkvöldi fórum við Valur svo í Akureyrarkirkju þar sem var dagskrá til heiðurs Matthíasi Jochumsen. Þórunn Valdimarsdóttir las uppúr bók sinni, leiknir voru stuttir leikþættir m.a. úr Skugga-Sveini, stúlknakór Akureyrarkirkju söng og Megas söng einnig nokkur lög. Þetta var hin fínasta kvöldskemmtun og verður vonandi til þess að við hjónin verðum duglegri að drífa okkur út á kvöldin þegar eitthvað er um að vera.

Hm, ef einhverjum finnst þessi pistill minn samhengislaus og skrýtinn þá er það vegna þess að ég er að fara í vinnuna og á eftir að hengja upp þvott áður en ég fer - en ég vildi endilega koma afmælisóskunum á framfæri fyrst.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný