Smásögur / Ljóð

sunnudagur, 9. júlí 2006

Er að laga til og henda ýmsu dóti

en eins og einhverjir lesendur muna eflaust eftir þá er það mín þerapía þegar ég þarf að koma skipulagi á hugsanir mínar. Í þessari tiltekt fann ég herðatré - úr tré - með verðmiðanum ennþá á því, en á honum má sjá að herðatréð kostaði 8 krónur og var keypt í Amaro. Sú verslun er ekki til lengur sem slík, einungis sem heildverslun. Gaman væri að vita hvenær herðatréð var keypt... en þess ber að geta að ég fékk það (ásamt ýmsu öðru smálegu) með húsinu þegar við keyptum það af mömmu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný