í nýafstaðinni ferð í Þingeyjarsýslur, var sú staðreynd hve margt af fólkinu sem vinnur við ferðaþjónustu er ekki mælandi á íslenska tungu. Ástæðan? Jú, þetta eru nefnilega útlendingar. Og svo ég segi það nú strax, áður en nokkur misskilningur getur orðið, þá hef ég ekkert á móti útlendingum né því að þeir vinni á Íslandi. Finnst það bara jákvætt. Það er hins vegar svolítið fyndið að koma á hvalasafnið á Húsavík og spyrja (á móðurmálinu) hvað safnið sé opið lengi og þurfa að endurtaka spurninguna á ensku til að fá svar. Að auki var leiðsögukonan um borð í bátnum spænsk, stelpan sem afgreiddi okkur í Gamla bænum í Reykjahlíð í Mývatnssveit talaði ensku og hið sama gerði stelpan sem sá um morgunmatinn í Vogafjósi. En við vorum reyndar einu Íslendingarnir sem vorum á flestum þessum stöðum, svo það er vel skiljanlegt að ferðaþjónustuaðilar ráði til sín útlendinga yfir sumarið :-)
Annars var ferðin afskaplega vel heppnuð og gaman að fara þetta þó stutt væri. Við sáum hnúfubak í hvalaskoðunarferðinni, fórum í sund á Húsavík, gengum á Hverfjall að kvöldlagi og hringinn ofan á því og fórum í Jarðböðin, svo helstu hápunktarnir séu nefndir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný