Smásögur / Ljóð

fimmtudagur, 15. júní 2006

Orðin grasekkja

- ekki í síðasta sinn á þessu sumri - en eiginmaðurinn er farinn í veiði austur í Laxárdal. Þar verður hann ásamt bræðrum sínum og bróðursyni, Birgittu Haukdal og fleiri veiðimönnum fram á sunnudag :-) Ég skutlaði honum austur í dag svo ég gæti haft bílinn á meðan hann er í burtu. Það var bara gaman að skreppa smá rúnt og horfa á íslenskt landslag snemmsumars. Enn vantar mikið upp á að orðið sé almennilega grænt en ferðafólk lætur það ekki á sig fá. Sá slatta af húsbílum, minna af hjólhýsum en engan á reiðhjóli. Við Goðafoss voru nokkrir bílar enda stendur fossinn sá alltaf fyrir sínu.

Nú er bara spurningin hvað ég á af mér að gera meðan eiginmaðurinn er fjarverandi. Reita arfa? Liggja með tærnar upp í loft? Fara í bæinn á 17. júní? Hafa pítsu í matinn þrjá daga í röð? (Andri minn, þetta síðastnefnda var djók - láttu þig dreyma ;-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný