Veðrið í dag og í gær var framar öllum vonum. Yndislegt alveg! Það var þess vegna alveg upplagt að setja út garðhúsgögnin og fá sér morgun/hádegismat úti í góða veðrinu. Eins og sjá má erum við Ísak eins og blindir kettir í sólinni. Ef grannt er skoðað má sjá köttinn Birtu í skugganum bak við stólinn minn. Birta og Máni eru lík mannfólkinu að því leytinu að þau elska sólina og góða veðrið og finnst fátt betra á svona dögun en snattast í kringum okkur í garðinum.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný