í nýlegum pistli sínum. Einmitt núna er ég að lesa texta sem er svo stútfullur af innsláttarvillum, stafsetningarvillum, hugsanavillum og bara hvers kyns villum, að mig langar mest að henda þessu út í hafsauga og þurfa aldrei að horfa á þetta aftur. En það er víst ekki í boði. Ég er vissulega enginn sérfræðingur í ritun eða málfræði og ekki má gleyma því að málfar fólks er misjafnt - en þetta er bara svo hrikalegt að manni fallast hendur. Já, það er nú það. En þar sem ég er núna búin að blása úr mér þá get ég haldið áfram að lesa...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný