Nýjustu fréttir af heilsufari fjölskyldunnar eru þær að Andri vaknaði með magaverki í morgun - og áðan var tekinn úr honum botnlanginn. Til að kóróna ástandið átti hann að leggja af stað í útskriftarferð 10. bekkjar í fyrramálið en þau fara m.a. uppá Snæfellsjökul, í go-kart og rafting. Krakkarnir eru búin að vera að safna fyrir ferðinni í allan vetur. Meiri óheppnin að þetta skuli einmitt hafa þurft að gerast núna :-( Gott samt að það uppgötvaðist áður en hann var farinn af stað, hefði verið verra að veikjast í ferðinni. Já, það er áframhaldandi fjör í Stekkjargerði sjö!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný