Smásögur / Ljóð

fimmtudagur, 2. mars 2006

Synirnir eru í vetrarfríi

og því var alveg upplagt að skella sér í fjallið í dag. Því miður komst Andri ekki með okkur þar sem hann er tognaður í nára en við Valur og Ísak fórum. Veðrið var alveg yndislegt, sól og ca. fimm stiga frost og við renndum okkur stanslaust í nærri tvo tíma. Það voru fáir á skíðum og engin biðröð í lyftuna. Ég er nú ekki neitt rosalega góð á skíðum en fer mér bara hægt og nýt þess að vera úti.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný