Mér er orðið illt í rassinum af því að sitja svona mikið - ég hef heldur aldrei haft þann hæfileika sem Bryndís fyrrum samstarfskona mín kallaði "setgírinn", að geta setið nánast endalaust án þess að standa upp. Er örugglega búin að fara milljón ferðir á klósettið og fram að sækja mér vatn að drekka síðan klukkan eitt og klukkan er bara 14.13 þegar þetta er skrifað. Arg!
Það var þó kosturinn við að vinna sem sjúkraliði hérna í den að þegar maður kom heim eftir vaktina þá var maður í fríi. Þó ég fari heim klukkan fjögur þá get ég í mesta lagi tekið mér frí á morgun og svo þarf ég að eyða sunnudeginum í að undirbúa mánudaginn. Björtu hliðarnar eru þær að þetta tekur brátt enda!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný