Ég fór sem sagt í gönguferð í Kjarnaskóg fyrr í þessari viku og smellti af nokkrum myndum. Gallinn var bara sá að klukkan var orðin aðeins of margt, þ.e. byrjað var að skyggja, eins og sjá má. Ég birti þetta nú samt til gamans, bara svona til að gefa smá hugmynd um fegurðina, þó myndin geri henni reyndar ekki góð skil. Nú er hins vegar komin asahláka og snjórinn á hröðu undanhaldi.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný