Smásögur / Ljóð
▼
miðvikudagur, 7. desember 2005
Fór í sund í morgun í frostinu
en það er einhvern veginn mun kaldara úti heldur en hitastigið segir til um. Það er svo mikill raki í loftinu og hann gerir það að verkum að 7 stiga frostið virkar frekar eins og 17 stiga frost...jæja nú ýki ég kannski aðeins... en það er a.m.k. freistandi að standa bara áfram undir sturtunni og sleppa því að fara í laugina. En ég er náttúrulega gallhörð og læt mig hafa það ;o) Nema hvað, þegar ég kom uppúr sá ég að ég hafði gleymt snyrtiveskinu heima og það þýðir bara eitt: ég þarf að fara heim og "setja á mig andlitið" því ekki fer ég "andlitslaus" í vinnuna. Já, það er ótrúlegt hvað við kvenfólkið (eða sumar okkar öllu heldur) erum orðnar háðar meiki, varalit og maskara... Sem betur fer í þessu tilviki, því þegar ég kom heim þá sá ég að útihurðin var opin og var orðið býsna kalt í forstofunni og eldhúsinu. Ísak minn hefur greinilega ekki lokað hurðinni nógu vel og blaðberanum hefur augljóslega ekki dottið í hug heldur að loka en hafði stungið Fréttablaðinu inn um opnar dyrnar í staðinn. Þannig að þegar öllu var á botninn hvolft þá var það aldeilis heppilegt að ég skyldi gleyma snyrtiveskinu heima í dag ;o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný