Smásögur / Ljóð

föstudagur, 30. desember 2005

Það er orðið ansi stutt eftir af árinu,

einn sólarhringur eða svo. Og hvort sem það er vegna þessara tímamóta eða einhvers annars þá er höfuðið á mér fullt af alls kyns pælingum. Ég þarf m.a. að finna mér nýja vinnu á árinu því ég hef ákveðið að hætta því sem ég er að gera í dag - og þá byrjar víst fjörið... Ætli sé ekki bara best að hugsa sem minnst, bara "go with the flow" og treysta því að mín bíði eitthvað spennandi ;-) Stundum finnst mér það ansi hart að vera komin yfir fertugt og vera ekki ennþá búin að finna minn sess, minn stað í lífinu, a.m.k. hvað atvinnu snertir en það þýðir víst lítið að ergja sig yfir því. Punktur og basta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný