með nýbakaðar kleinur og soðið brauð með kúmeni sem þau hjónin höfðu verið að baka. Mikið sem það er nú gott að eiga svona góða granna ;o) Í þessu sambandi rifjuðust upp fyrir mér æskuminningar um að hafa fengið nákvæmlega sama bakkelsi í gamla daga þegar ég var í heimsókn hjá henni Rósu vinkonu minni (sem er dóttir hennar Dóru svo þetta sé nú allt á hreinu). Líka man ég eftir því að hafa borðað ristað fransbrauð með rabarbarasultu á sama stað... Já, það er ekki síður gott að eiga góðar minningar en góða granna ;o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný