Smásögur / Ljóð

sunnudagur, 20. nóvember 2005

Hélt að ég væri í nokkuð góðu formi

af öllu sundinu en komst að því um helgina að svo er ekki. Fór á jóganámskeið sem stóð frá 18-21 á föstudagskvöldinu og 10-17 í gær og er að drepast úr strengjum eftir þetta. Var svo búin á því í gær að mér leið eins og ég hefði verið í fjallgöngu en er skárri í dag.

Annars fórum við Valur áðan að heimsækja vinafólk okkar sem voru að byggja hús og ég verð nú að játa að mikið er ég fegin að vera ekki í þeirra sporum. Allt hálfklárað og náttúrulega langt, langt á eftir áætlun. Iðnaðarmenn á vappi um húsið alla daga og þau eru bara nýbúin að fá hurðar á herbergin + það eru engar gardínur komnar enn svo ekki er hægt að segja að það sé mikið næði/einkalíf á þeim bæ.

Hef í sjálfu sér ekkert meira að segja - og segi þetta því gott...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný