Smásögur / Ljóð

mánudagur, 7. nóvember 2005

Það er stundum sagt um karlmenn

að þeir geti ekki gert margt í einu, þ.e.a.s. ekki horft á sjónvarpið, straujað þvott og haldið uppi samræðum á sama tíma. En það geta konur hinsvegar. Einhverjir fræðingar hafa reiknað út að þetta sé kynbundinn munur samkvæmt meðaltalskonunni og meðaltalskarlinum. Ég hef komist að því að ég hlýt að hafa meira af karllægum heilasellum hvað þessa hlið snertir, það hentar mér alveg hrikalega illa að vera með mörg verkefni í takinu á sama tíma.

Þetta var speki dagsins ;O)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný