Smásögur / Ljóð

laugardagur, 12. nóvember 2005

Birthday girl...

samanber Uptown girl... með Billy Joel. Má ekki bara skipta uptown út fyrir birthday? Allavega þá á ég afmæli í dag. Er víst orðin 41 árs samkvæmt þjóðskrá! Ísak hélt í dag að ég væri 39 ára - betur að svo væri... En mér finnst fínt að vera 41, það er ágætis tala ;o) Ég þakka hér með fyrir allar góðar afmæliskveðjur, minn heittelskaði eiginmaður mundi eftir afmælinu um leið og hann vaknaði í morgun, mamma hringdi í hádeginu, Anna systir hringdi um miðjan daginn og tengdó hringdu í kvöldmatnum. What more can a girl want?? Afmælisgjöfin frá Val (aka Hal) var að fara með mér í sund í morgun og á meðan ég synti tuttugu ferðir skriðsund þá svamlaði hann í heitu lauginni en við fórum saman í pottinn og gufu (þetta hljómar eitthvað undarlega en var ekki illa meint, sjá pistil Hals í dag , hann vantar bara ýmis hjálpartæki til að geta nýtt sér sundlaugina að fullu.

Eftir sundið + morgunkaffi þá fóru þeir feðgar, hann og Andri, í fjallið en ég fór í langa göngu hér innanbæjar í skíðabuxum og dúnúlpu og gönguskóm. Var að drepast úr þreytu á eftir og lagði mig í sófanum með Mána mér við hlið. Svo birtust dóttirin og tengdasonurinn óvænt á kaffitíma og að minni tillögu bakaði Halur vöfflur sem sumir (Hrefna) borðuðu að norskum sið, með brúnosti (NB! norskum TINE brúnosti sem Anna systir færði í búið í haust). Elli btw (þetta er stytting úr "by the way" fyrir þá sem eru ekki innvígðir í enskar orðastyttingar) er mun betri af andlitslömuninni og VÞM segir að það sé af því hann hafi stundað DNA heilun á Ella.... Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það ;-)

En allavega, áður en ég hætti þessu þá vil ég bara geta þess að Valur minn eldaði handa mér dýrindis máltíð í kvöld, heimagert pasta með sjávarréttum (og krabbalöppum sem Kári hennar Bryndísar kom með frá "Russia with love") og bragðaðist allt saman afar vel. Á morgun erum við svo boðin í afmæliskaffi til Hrefnu minnar sem á 22ja ára afmæli - og ég hlakka til ;o)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný