Til hamingju með daginn Anna mín - hlakka til að sjá þig í október ;O)
Ég var að skoða hvað ég hafði skrifað á sama tíma í fyrra og þá hafði ég m.a. verið á leiðinni í húsmæðraorlof til Reykjavíkur. Sem er sennilega ástæðan fyrir því að Rósa vinkona mín var að spyrja að því um daginn hvort ég væri ekki að koma suður í orlof... Ég á reyndar miða á tónleika með Sissel Kyrkjebö í Háskólabíói þann 1. okt. og ætla að fara suður þá, en það hittist bara svo illa á m.t.t. vinnu hjá mér. Á að vera með kennslu bæði þann 3. og 4. og hefði þurft að nota helgina til undirbúnings. En ætli þetta bjargist nú ekki allt saman, það gerir það venjulega.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný